Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. ágúst 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Kimpembe framlengir við PSG til 2023
Kimpembe er búinn að framlengja við PSG.
Kimpembe er búinn að framlengja við PSG.
Mynd: Getty Images
PSG hefur tilkynnt að varnarmaðurinn Presnel Kimpembe hafi samþykkt nýjan fimm ára samning við félagið.

Kimpembe sem ólst upp í akademíu félagsins hefur verið mikilvægur fyrir PSG og byrjaði 27 leiki í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Leikmaðurinn var líka hluti af franska landsliðinu sem sigraði heimsmeistaramótið í sumar þar sem hann spilaði einn leik. Kimpembe mun nú vera hjá PSG til ársins 2023. Samningurinn var undirritaður á 23 ára afmælisdegi leikmannsins sem er ánægður með samninginn.

Ég er ótrúlega heppinn að fá að klæðast treyju mínsliðs og þessi framlenging er sönnun þess að ég er tilbúinn að skuldbindast PSG,” sagði Kimpembe.
Athugasemdir
banner