þri 14. ágúst 2018 13:08
Magnús Már Einarsson
Mandzukic hættur að spila með landsliði Króatíu
Mandzukic skoraði sigurmark Króatíu gegn Englandi í undanúrslitum HM í sumar.
Mandzukic skoraði sigurmark Króatíu gegn Englandi í undanúrslitum HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Mario Mandzukic, framherji Juventus, tilkynnti í dag að hann sé hættur að spila með króatíska landsliðinu. Mandzukic var í lykilhlutverki í silfurliði Króata á HM í sumar.

Hinn 32 ára gamli Mandzukic hefur skorað 33 mörk í 89 leikjum með Króatíu á ferli sínum en fyrsti landsleikur hans var árið 2007.

„Það er engin óskatími til að segja bless," sagði Mandzukic í dag.

„Ef við gætum þá myndum við öll vilja spila með Króatíu svo lengi sem við lifum því það er ekkert sem fyllir mann meira stolti."

„Hins vegar er þetta tíminn fyrir mig til að hætta. Ég gerði mitt besta og lagði mitt að mörkum í stærsta afreki króatíska fótboltans."


Mandzukic skoraði gegn Íslandi í umspili um sæti á HM árið 2014 en síðar í þeim leik fékk hann rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Jóhann Berg Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner