Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. ágúst 2018 11:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sampaoli bíður eftir þjálfarastarfi Mexíkó
Það fór allt í vaskinn hjá Sampaoli á HM í sumar.
Það fór allt í vaskinn hjá Sampaoli á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir einstaklega misheppnað heimsmeistaramót með Argentínu í sumar mun Sampaoli líklega ekki þurfa að bíða mikið lengur eftir nýju starfi.

Sampaoli hefur vakið áhuga margra landsliða eftir að hafa verið rekinn frá Argentínu en vill helst bíða þangað til að honum er boðið landsliðsþjálfarastarf Mexíkó.

Sampaoli var rekinn eftir misheppnað heimsmeistaramót þar sem hann missti klefann og sá lið sitt detta út í 16-liða úrslitum. Hann entist því aðeins í rúmlega 12 mánuði í starfi.

Auk Mexíkó eru Bandaríkin, Kosta Ríka og Paragvæ sögð áhugasöm um að semja við Sampaoli. Nú er að bíða og sjá hvað Sampaoli gerir en það er ljóst að lið í Ameríku hafa ennþá bullandi trú á þjálfaranum.



Athugasemdir
banner
banner
banner