Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Schalke hefur ekki áhuga á Danny Rose og Loftus-Cheek
Framtíð Rose er í óvissu.
Framtíð Rose er í óvissu.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky hefur Schalke ekki áhuga á því að semja við þá Danny Rose og Ruben Loftus-Cheek á láni.

Schalke vill bæta við sig einum leikmanni í stöðu vinstri bakvarðar og geta borgað um 7 milljónir evra fyrir slíkan leikmann. Þá vill Schalke semja endanlega við leikmann frekar en að fá hann á láni og vonast eftir því að klára málið fyrir lok vikunnar.

Rose hefur verið nefndur til sögunnar í því samhengi en er of dýr. Sagt er að Tottenham sé tilbúið að hlusta á tilboð í Rose auk Toby Alderweireld og Mousa Dembele í sumar.

Loftus-Cheek var á láni hjá Crystal Palace á síðasta tímabili og Ernirnir vildu fá hann aftur á Selhurst Park en Chelsea kom í veg fyrir það. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann vilja fá að spila reglulega.

Félagsskiptaglugginn lokar í Þýskalandi þann 31. ágúst og því er aldrei að vita nema Loftus-Ceek reyni fyrir sér erlendis hvort sem það verður hjá Schalke eða einhverju öðru liði.


Athugasemdir
banner
banner