Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 10:41
Elvar Geir Magnússon
Sorg vegna fráfalls fótboltalundans Tóta
Tóti hefur kvatt þennan heim,
Tóti hefur kvatt þennan heim,
Mynd: Raggi Óla
„Mikil sorg ríkir nú í Sæheimum því hann Tóti okkar hefur kvatt okkur. Hans verður sárt saknað bæði af starfsfólkinu og lundavinum hans á safninu. Tóti var hvers manns hugljúfi og átti aðdáendur um allan heim sem munu sömuleiðis sakna þessa ljúfa lunda. Tóti var lítill lundi, með stórt hjarta sem gladdi marga," segir í færslu á Facebook-svæði Sæheima, fiska- og nátt­úrugripa­safns Vest­manna­eyja.

Tóti lundi er allur en hann kom í Sæheima í ágúst 2011, aðeins nokkurra daga gamall, en honum hafði verið bjargað frá því að verða ránfuglum að bráð.

En hvaðan fékk hann nafnið? Daginn sem lundinn kom i Sæheima var ÍBV að spila gegn Keflavík og skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson, nú leikmaður Stjörnunnar, sigurmarkið.

„Ég sem Knattspyrnuráðsmaður tók við honum í sigurvímu og var fljótur að gefa honum nafnið Þórarinn Ingi og kallaði hann Tóta," sagði Örn Hilmisson, starfsmaður Sæheima, við Fótbolta.net í júní í fyrra.

„Hann fer í búningana á stórum leikdögum og styður stelpurnar á EM að sjálfsögðu. Hann er gríðarlega vinsæll í Sæheimum þar sem hann á heima og án efa eru hann og Heimir Hallgrímsson langfrægustu Vestmannaeyingarnir í dag og miklir vinir líka."

Tóti átti ÍBV treyju og landsliðstreyju en Raggi Óla, ljósmyndari Fótbolta.net, tók meðfylgjandi myndir í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner