þri 14. ágúst 2018 12:00
Elvar Geir Magnússon
Stjörnur enska boltans slást um vinsælan einkakokk
Jonny Marsh og De Bruyne.
Jonny Marsh og De Bruyne.
Mynd: Instagram
Einkakokkurinn Jonny Marsh hefur slegið í gegn hjá stjörnum enska boltans og hefur hann ekki undan að svara beiðnum frá leikmönnum í úrvalsdeildinni.

Marsh hafnaði starfi hjá Noma í Kaupmannahöfn, Noma hefur margoft verið kosinn besti veitingastaður heims.

Ákvörðunin var erfið en hann tók frekar tilboði frá Kevin De Bruyne, leikmanni Manchester City, og gerðist einkakokkur hans í kringum síðustu jól.

De Bruyne var í skýjunum með Marsh og skyndilega fór viðskiptavinunum að fjölga. Marsh fór að elda fyrir liðsfélaga De Bruyne, meðal annars Ilkay Gundogan og Kyle Walker. Síðan fyrir Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins.

„Ég var með mikið bókað um jólin þegar ég fékk símtal og var beðinn um að vera kokkur fyrir Kevin De Bruyne um jólin. Ég fann á mér að þetta gætu opnað dyr og tók mikla áhættu með að hætta við fullt af verkefnum fyrir Kevin," segir Marsh.

Núna vilja margar stjörnur enska boltans fá Marsh til að sjá um mataræðið hjá sér.

„Menn gera sér grein fyrir því að ef þeir vilja haldast á toppnum þá þarf að hugsa um öll smáatriði. Þeir þurfa að vera skrefi framar öðrum, líka í samkeppni við liðsfélaga sína."

Marsh er gríðarlega virkur á Instagram og telur að samfélagsmiðillinn hafi haft mikið að segja í að skapa vinsældir hans meðal fótboltamanna. En hver er draumaviðskiptavinurinn?

„Cristiano Ronaldo. Ég væri til í að hjálpa honum að vera enn að spila 40 ára. Ég tel reyndar að hann sé með ansi færan kokk með sér nú þegar því þú getur ekki litið svona út og borðað eitthvað drasl!" segir Marsh.

Top start to the season @lukeshaw23, glad to be working with you mate 👊🏻

A post shared by Jonny Marsh (@chef_jonnymarsh) on


That’s a wrap with @gneville2

A post shared by Jonny Marsh (@chef_jonnymarsh) on

Another happy client! @fellaini 🔴⚪️⚫️ • •

A post shared by Jonny Marsh (@chef_jonnymarsh) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner