Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. ágúst 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Tony Adams líst ekkert á Arsenal eftir fyrsta leik
Tímibilið fór rólega af stað hjá Emery.
Tímibilið fór rólega af stað hjá Emery.
Mynd: Getty Images
Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal segir liðið alls ekki tilbúið til þess að berjast toppsæti úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili og finnst eins og ekkert hafi breyst síðan Arsene Wenger fór.

Unai Emery hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa lítil áhrif á Arsenal síðan hann tók við. Tony Adams veltir því fyrir sér hvað spánverjinn hafi verið að gera á undirbúningstímabilinu.

Emery fékk ekki himinháar upphæðir til leikmannakaupa en var samt ætlað að gera Arsenal samkeppnishæfara en það hefur verið undanfarin tvö tímabil þar sem liðinu hefur mistekist að enda í topp fjórum.

Wenger spilaði alltaf opinn sóknarbolta, ég vildi fá nýjan stjóra til þess að koma hingað og þétta hlutina varnarlega. Síðustu 10 ár höfum við verið að leka inn mörg, bæði heima og að heiman,” sagði Adams.

Ég vildi að hann myndi setja nýja markmanninn inn, vinna með öftustu fjórum, hafa tvo aftarlega á miðjunni og halda hreinu. Hans bestu leikmenn voru þeir sem komu inn af bekknum, ég skil ekki af hverju þeir byrjuðu ekki.”

Hlutirnir verða ekki auðveldari fyrir Arsenal sem mætir Chelsea næstkomandi laugardag á Brúnni. Þar reiknar Tony Adams ekki með að hlutirnir muni breytast og býst við því að verða fyrir vonbrigðum.

Frá fyrstu mínútu hefði ég valið minn eigin markmann, öftustu fjóra, sett tvo aftarlega á miðjunni og búið til þann stöðugleika sem hefur vantað síðustu 10 árin,” sagði Adams.


Athugasemdir
banner
banner
banner