banner
   þri 14. ágúst 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Usmanov myndi íhuga tilboð í Everton
Það er nóg til hjá Usmanov.
Það er nóg til hjá Usmanov.
Mynd: Getty Images
Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov segir að hann myndi íhuga að fjárfesta í Everton eftir að hafa selt hlut sinn í Arsenal.

Usmanov virðist reiðubúinn að dæla peningi sínum inn í annað fótboltafélag eftir að hafa samþykkt að selja 30 prósent hluta sinn í Arsenal til Stan Kroenke.

USM Holdings sem er í eigu Usmanov er nú þegar styrktaraðili á æfingarsvæði Everton auk þess sem milljarðamæringurinn er vinur og viðskiptafélagi meirihlutaeiganda Everton, Farhad Moshiri.

Ef það verður tilboð eða tækifæri til þess að fjárfesta í þeim með möguleika á hagnaði myndi ég íhuga tilboð. Við Moshiri eru vinir, ef hann þarf stuðning myndi ég glaður hjálpa,” sagði Usmanov.

Usmanov keypti hlut sinn í Arsenal árið 2007 af David Dein. Þrátt fyrir að hann hafi pirrað sig á því að geta ekki haft meiri áhrif hefur verðmæti félagsins rúmlega fjórfaldast síðan hann fjárfesti upphaflega í félaginu.

Hlutabréf Usmanov í Arsenal eru metin á um 550 milljónir punda. Kroenke ætlar sér að kaupa alla út úr félaginu þegar hann hefur tryggt sér 90% allra hlutabréfa félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner