Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. ágúst 2019 19:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Drengir Guðjóns í toppsætið eftir endurkomu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Guðjóns Þórðarson í NSÍ Runavík eru komnir aftur á sigurbraut í færeysku úrvalsdeildinni.

NSÍ gerði jafntefli gegn lærisveinum Heimis Guðjónssonar í HB í síðustu umferð, en í kvöld var andstæðingurinn ÍF frá Fuglafirði. Guðjón og strákarnir hans á útivelli.

Þetta var skemmtilegur leikur en NSÍ náði fljótlega forystunni. Markið kom á 1. mínútu leiksins, eftir örfáar sekúndur af leiktíma. Frábær byrjun, en heimamenn náðu að svara henni vel þegar leið á fyrri hálfleikinn. Þeir skoruðu tvisvar og það var ÍF sem var yfir í hálfleiknum, 2-1.

Hálfleiksræða Guðjóns var góð og jöfnuðu hans menn á 73. mínútu. Stuttu síðar fékk leikmaður úr liði heimamanna að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

NSÍ nýtti sér liðsmunni og setti sigurmark á 90. mínútu. Þeir bættu við öðru marki í uppbótartímanu og urðu lokatölur 4-2 fyrir NSÍ sem fer með þessum sigri á topp deildarinnar.

NSÍ er á toppnum með 39 stig, en Klaksvík sem er í öðru sæti á leik til góða. Klaksvík er einu stigi frá NSÍ og toppbaráttan er hörð.
Athugasemdir
banner
banner