Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. ágúst 2019 14:37
Magnús Már Einarsson
Sala og flugmaðurinn urðu fyrir eitrun áður en vélin hrapaði
Emiliano Sala.
Emiliano Sala.
Mynd: Nantes
Greint hefur verið frá því að Emiliano Sala hafi orðið fyrir eitrun áður en flugvél með hann innanborðs hrapaði 21. janúar síðastliðinn.

Hinn 28 ára gamli Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru á leið frá Nantes í Frakklandi til Cardiff eftir að leikmaðurinn hafði gengið til liðs við Cardiff fyrir metfé.

Flugvélin hrapaði á leiðinni en nú hefur rannsókn á slysinu leitt í ljós að Sala og Ibbotson hafi orðið fyrir eitrun áður en flugvélin hrapaði.

Lík Sala fannst eftir að flugvélin hrapaði og krufning hefur leitt í ljós að hann andaði að sér miklu magni að kolmónoxíð áður en flugvélin hrapaði.

Lík Ibbotson fannst aldrei en leiða má líkum að því að hann hafi einnig orðið fyrir eitruninni. Eitrun af kolmónoxíð getur leitt til þess að fólk missi meðvitund eða fái hjartaáfall.

Frekari rannsóknir eru áætlaðar til að komast að því hvernig eitrunin gat komið upp inni í flugvélinni.
Athugasemdir
banner
banner