Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 14. ágúst 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Sölvi Geir: Þetta gerist ekki á einni nóttu
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmennirnir reyndu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru í viðtali hjá Tómasi Þór Þórðarsyni í nýjasta hlaðvarpsþætti Víkings. Víkingar hafa spilað blússandi sóknarbolta í sumar en margir ungir og efnilegir leikmenn hafa fengið tækifæri í stöðunum framarlega á vellinum.

Víkingur hefur verið í fallbaráttu en Kári segir að ungir leikmenn liðsins séu að læra að betur á varnarleikinn.

„Við erum að reyna að stoppa í götin með ýmsum leiðum. Við erum að sækja vel og það er ekki hægt að ætlast til þess að 19-21 árs strákar séu 100% tilbúnir. Það sjá það allir að þeir eru með gífurleg gæði í rosalega mörgum hlutum. Það er verið að reyna að kenna þeim réttu leiðina til að spila varnarleik. Þú ert ekki bara sóknarmaður þó þú sért sóknarmaður, þú þarft að verjast líka," sagði Kári.

Sölvi Geir segir að ekki komi til greina að breyta leikstílnum og fara yfir í varnarsinnaðri taktík.

„Þetta gerist ekki á einni nóttu. Þetta er concept sem við erum að byrja á í ár. Við erum búnir að sjá bætinguna í ár. Þetta er að verða betra og betra. Leikmenn eru að skilja sínar stöður á vellinum betur og fatta varnarleikinn betur. Í Pepsi-mörkunum og hinu og þessu eru þeir að spyrja af hverju við förum ekki í skotgrafirnar og verjumst. Það er ekki okkar concept. Við sjáum bætinguna og jákvæða tíma framundan með þessari stefnu," sagði Sölvi.

Sölvi bætir við að það sé kúnst að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins.

„Maður er aðallega að spá í því hvað má segja mikið við þá. Sumir leikmenn eru þannig að þú þarft að peppa þá því ef þú skítur yfir þá, þá færðu ekkert út úr þeim. Maður þarf að halda mjög mikið aftur af sér. Við segjum þeim til á rólegu nótunum og segjum þeim hvað má bæta í þeirra leik. VIð höfum lært af mistökum á þessu tímabili og erum að verða miklu betri í því sem við erum að gera," sagði Sölvi.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner