Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. ágúst 2019 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane gæti sagt upp ef hann fær ekki Pogba
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er sagður það pirraður á stöðu mála að hann sé að íhuga að hætta í starfi sínu - aftur.

Zidane er aðdáandi Paul Pogba, miðjumanns Manchester United, og vildi hann fá hann í sumar. Það hefur ekki gengið eftir og allt bendir til þess að Pogba verði áfram hjá United.

Zidane er ósáttur við að Florentino Perez, forseti Madrídarfélagsins, hafi ekki náð að landa Pogba.

Diego Torres, blaðamaður spænska dagblaðsins El Pais, segir við Independent að Zidane gæti hætt í starfi sínu ef Real tekst ekki að landa Pogba fyrir gluggalok á Spáni.

Félagaskiptaglugginn á Spáni lokar 2. september.

„Zidane verður við það að hætta ef Pogba verður ekki keyptur," sagði Torres. „Zidane lofaði Pogba að hann myndi fá hann til Madrídar, og núna lítur hann illa út."

„Fyrir Zidane, þá er Pogba stór hluti af hans verkefni. Það sem honum var lofað, ekkert að því hefur orðið að veruleika."

Zidane lét af störfum hjá Real Madrid 2018 eftir að hafa unnið Meistaradeildina þriðja tímabilið í röð. Hann tók aftur við liðinu í mars 2019.

Í sumar hefur Real Madrid keypt Eden Hazard, Luka Jovic, Eder Militao, Ferland Mendy og Rodrygo, en ekki Paul Pogba.

Sjá einnig:
Jovic strax á förum frá Real Madrid?
Athugasemdir
banner
banner
banner