Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 14. ágúst 2020 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Logi Ólafs: Gríðarlega góð viðbót fyrir okkur
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru öll stig dýrmæt og þetta eru kannski stig sem þarf að hafa hvað mest fyrir að ná í því KR er náttúrlega ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa ávallt verið mjög góðir hér á þessum velli. Það gerir þetta ennþá ánægjulegra bara.“
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um stigin þrjú sem FH tók með sér heim í Hafnarfjörð eftir 1-2 sigur þeirra á KR að Meistaravöllum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Lið FH lá nokkuð til baka í leiknum og beitti skyndisóknum á meðan KR hélt boltanum og stýrði leiknum að mestu, Var það uppleggið hjá Loga og félögum fyrir leik?

„Já það var það í bland. Þú getur aldrei lagt upp leik öðruvísi en að þurfa einhvertímann að sækja hratt og svo þarftu líka að spila gegn skipulagðri vörn þeirra . Við fórum alveg í gegnum það hvernig við gætum gert hvoru tveggja en við náðum að skila marki úr tveimur hröðum sóknum og það er gott.“

Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði í sínum fyrsta leik með FH í kvöld og Ólafur Karl Finsen sem kom til FH frá Val á láni á dögnum kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Var Logi ánægður með framlag nýju mannanna?

„Já mjög. Þeir stóðu sig báðir mjög vel. Eggert er reyndar búinn að vera í smá pásu eftir að tímabilinu lauk í Danmörku og Ólafur ekkert fengið að spila en þetta er alveg gríðarlega góð viðbót fyrir okkur.“

Fyrir leik þegar Logi gekk framhjá varamannaskýli var augljóslega kátt á hjalla og tók Logi feikna hláturskast eftir eitthvað samtal við bekk KR. Fréttaritari var forvitinn hvað fór fram á milli manna þar.

„Þetta eru góðir vinir mínir sem þjálfa KR og það er alltaf gaman þegar við hittumst og þetta var bara eitt slíkt móment í gangi.“

Sagði Logi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner