Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Anthony Gordon er helsta skotmark Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Sky Sports og Times greina bæði frá því að Chelsea sé búið að gera Anthony Gordon að sínu helsta skotmarki.


Gordon er kantmaður Everton og er talið að félagið sætti sig ekki við minna en 50 milljónir punda fyrir ungstirnið sitt.

Gordon er 21 árs kantmaður sem skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 40 leikjum á síðustu leiktíð. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Englendinga og er partur af U21 liðinu.

Nýir eigendur Chelsea vilja ekki einungis kaupa stjörnur sem hafa sannað sig í fótboltaheiminum heldur einnig unga og efnilega leikmenn eins og Gordon.

Miklar líkur eru á því að Chelsea muni lána Armando Broja til Everton til að fylla í skarð Gordon. Broja er gríðarlega eftirsóttur og þarf meiri spiltíma til að þróa sinn leik. Hjá Chelsea fær hann ekki nóg af tækifærum og því best að halda út á lán eins og hann gerði á síðustu leiktíð.

Chelsea er þegar búið að eyða hátt í 200 milljónir punda í sumar og er talið að fyrsta tilboð félagsins í Gordon muni hljóða upp á 40 milljónir punda. 

Raheem Sterling, Callum Hudson-Odoi, Christian Pulisic og Hakim Ziyech eru kantmenn Chelsea sem stendur en mögulegt að Ziyech sé á förum fyrir gluggalok.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner