fim 14. september 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Batshuayi ósáttur með einkunn sína í FIFA 18
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi er oftar en ekki ósáttur með þá einkunn sem hann fær ár hvert í FIFA-tölvuleiknum.

Á síðasta ári fékk hann 81 í einkunn, en hann fær minni einkunn núna. Í FIFA 18 verður hann með 80 í einkunn.

Hann var ekki sáttur á síðasta ári og er því eins og gefur að skilja ekki sáttur núna, þrátt fyrir að hafa lítið spilað með Englandsmeisturum Chelsea á síðasta leiktímabili.

Hann birti myndband á Twitter þar sem hann bað EA, framleiðanda tölvuleiksins, um að útskýra af hverju hann væri með svona lága einkunn. EA svaraði og bað hann um að skora fleiri mörk.

Hér að neðan má sjá þetta.



Athugasemdir
banner
banner
banner