Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. september 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Mane: Ég bjóst við að fá gult spjald
Atvikið umtalaða.
Atvikið umtalaða.
Mynd: GettyImages
Saido Mane, leikmaður Liverpool, segist hafa verið hissa á að fá rauða spjaldið fyrir brot á markverðinum Ederson í 5-0 tapinu gegn Manchester City um síðustu helgi.

Mane er á leið í þriggja leikja bann á Englandi eftir rauða spjaldið en hann fór með takkana í andlitið á Ederson eftir kapphlaup þeirra um boltann.

„Í hreinskilni var ég að hugsa meira um markvörðinn en spjaldið. Þegar ég sá rauða spjaldið þá var ég hissa því ég bjóst við gulu spjaldi," sagði Mane.

„Ég tek þessu og reyni að gleyma þessu. Ég var að reyna að ná boltanum og ég ætlaði ekki að meiða hann því ég er ekki þannig leikmaður. Ég óska þess að hann verði fljótur að ná bata," sagði Mane sem er mjög svekktur með bannið.

„Þetta er ekki auðvelt fyrir mig því ég elska að spila fótbolta og ég nýt þess að hjálpa liðinu mínu að vinna leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner