Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. september 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Barcelona má eyða 34 milljónum evra meira en Real Madrid
Barcelona má eyða mest af liðunum í La Liga.
Barcelona má eyða mest af liðunum í La Liga.
Mynd: Getty Images
Barcelona mun fá að eyða 66 milljónum evra meira en Real Madrid á þessu tímabili samkvæmt nýju launaþaki sem var gefið út af deildinni í dag.

Katalóníuliðið má eyða rétt yfir 532 milljón evra og tróna á toppi listans. Madrid má eyða 566 milljónum evra og Atletico Madrid 293 milljónum evra. Nýliðar Real Valladolid hafa minnst svigrúm til þess að eyða í leikmenn eða 23 milljónir evra.

Tölurnar gefa til kynna hámarksupphæðir sem liðin í La Liga mega eyði á þessu tímabili, þar með talið fjármuni í leikmenn, stjóra, aðstoðarstjóra, þrekþjálfara, varalið, unglingalið og önnur svæði.

La Liga tilkynnti eyðsluþak upphaflega fyrir liðin árið 2013. Það má því sjá að munurinn á milli efsta og neðsta liðsins á listanum er gríðarlegur.
Athugasemdir
banner
banner
banner