Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. september 2018 09:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Denis Cheryshev hreinsaður af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun
Pabbi Cheryshev kom syni sínum í vandræði á dögunum.
Pabbi Cheryshev kom syni sínum í vandræði á dögunum.
Mynd: Getty Images
Rússneski miðjumaðurinn Denis Cheryshev hefur verið hreinsaður af ásökunum um að hafa notast við ólögleg lyf eftir að lyfjaeftirlitið fann engin merki um óeðlilega hegðun.

Þessi 27 ára gamli leikmaður er á láni hjá Valencia frá Villareal og var ákveðið að rannsaka málið eftir að faðir leikmannsins sagði í viðtali að sonur sinn hefði farið í vaxtahormóna meðferð.

Spænska lyfjaeftirlitið hefur nú lokið rannsókn sinni og fann engin ummerki um að Cheryshev hefði gert nokkuð ólöglegt.

Cheryshev sem spilaði fimm leiki á heimsmeistaramótinu fyrir Rússland getur nú einbeitt sér að tímabilinu með Valencia.
Athugasemdir
banner
banner