Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. september 2018 08:42
Magnús Már Einarsson
Ferguson ætlaði að fá Ampadu til Man Utd
Powerade
Ethan Ampadu er mikið efni.
Ethan Ampadu er mikið efni.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er orðaður við Real Madrid.
Kylian Mbappe er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með bitastætt slúður á hverjum degi. Hér kemur skammtur dagsins.



Real Madrid ætlar að eyða 330 punda í stóra leikmenn á næstunni. Neymar (26) og Kylian Mbappe (19) hjá PSG eru efstir á óskalistanum. (AS)

Unai Emery, stjóri Arsenal, vill að Mesut Özil (29) bæti leik sinn og réttlæti það að vera með 350 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Harry Maguire (25) varnarmaður Leicester er ekki með riftunarákvæði í nýjum samningi sínum. Manchester United getur því ekki notað slíkt til að kaupa hann. (Express)

Raheem Sterling (23) hefur beðið Manchester City um launahækkun upp á 100 þúsund pund á viku. (Times)

Liverpool verður með fullskipað lið gegn Tottenham á morgun en einkaflugvél flaug brasilísku landsliðsmönnunum Roberto Firmino, Alisson og Fabinho heim úr landsliðsverkefni í Bandaríkjunum til að þeir gætu æft með Liverpool í gær. (Mirror)

Roma vill losna við riftunarverð í samningi gríska varnarmannsins Kostas Manolas (27) en hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United. (Calciomercato)

WBA á eftir að ákveða hvort Wes Hoolahan (36) og Russell Martin (32) fái samning hjá félaginu en þeir hafa æft með liðinu að undanförnu. (Birmingham Mail)

Neil Warnock (69), stjóri Cardiff, er ekki búinn að ákveða hvenær hann hættir að starfa í boltanum. (London Evening Standard)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur ekki áhyggjur af frammistöðu Harry Kane hingað til á tímabilinu. (Talksport)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að fá markmannsþjálfarann Jack Robinson til félagsins. Robinson hefur verið að störfum hjá unglingaliðum enska landsliðsins en hann var áður hjá Manchester United. (Liverpool Echo)

Sir Alex Ferguson vildi fá Ethan Ampadu til Manchester United þegar hann var 12 ára. Ampadu (17) er í dag hjá Chelsea en hann er kominn í landslið Wales. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner