Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. september 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Guardiola: De Bruyne er með 250 milljón evra klásúlu
De Bruyne er í miklu uppáhaldi hjá mörgum, meðal annars knattspyrnustjóra Leeds.
De Bruyne er í miklu uppáhaldi hjá mörgum, meðal annars knattspyrnustjóra Leeds.
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne skrifaði undir sex ára samning hjá Manchester City í janúar og nú hefur Pep Guardiola gefið út að það sé risa klásúla í samningnum sem undirstrikar það að leikmaðurinn er ekki til sölu.

Pep Guardiola er mjög hrifinn af miðjumanni sínum og gaf út að hann hefði klásúlu um að hægt væri að kaupa De Bruyne fyrir 250 milljónir evra.

De Bruyne var í aðalhlutverki þegar City sló fjöldann allan af metum á síðasta tímabili en er meiddur þessa stundina. Guardiola segir að það muni þurfa heimsmet til þess að kaupa De Bruyne frá City.

Hann er mjög góður. Marcelo Bielsa sagði mér að hann væri hans uppáhalds leikmaður, hann gerir allt. Um daginn hitti ég foreldra hans og þú skilur oft hvernig börn eru þegar þú hittir foreldrana. Hann er ótrúlegur strákur, klásúlan er 250 milljónir evra. Því miður, hann er ekki til sölu,” sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner