banner
   fös 14. september 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Karius neitar að hafa gefið viðtal um kvenkyns aðdáendur sína
Karius segir að viðtalið hafi aldrei átt sér stað.
Karius segir að viðtalið hafi aldrei átt sér stað.
Mynd: Getty Images
Loris Karious hefur stigið fram og harðneitar því að hann hafi gefið viðtal við breskt dagblað þar sem hann átti að hafa sagt eitt og annað um kvenkyns aðdáendur sína í Tyrklandi.

Karius gekk til liðs við Besiktas á tveggja ára lánssamningi í sumar. Samkvæmt bresku dagblaði á Karius að hafa sagt í viðtali að hann sé beðin um myndir af kvenkyns aðdáendum í Istanbul.

Í viðtalinu átti Karius að hafa sagt að hann sé vinsæll í Istanbúl og hver sá sem þekki hann vilji fá ljósmynd af sér með honum. Auk þess átti hann að hafa sagt að svo virðist sem flestir aðdéndur hans í Tyrklandi séu konur.

En Karius svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum og neitar fyrir að hafa sagt nokkuð þessu líkt og segist ekki enn hafa farið í viðtal.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner