Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 14. september 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Nedum Onuoha búinn að skrifa undir hjá MLS liði
Onuoha í leik með Manchester City á sínum tíma.
Onuoha í leik með Manchester City á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Fyrrum leikmaður Manchester City og QPR, varnarmaðurinn Nedum Onuoha hefur gengið til liðs við MLS liðið Real Salt Lake.

Þessi 31. árs gamli leikmaður hefur skrifað undir samning út árið 2019. Hann yfirgaf QPR eftir síðasta tímabil en hann hafði þá verið þar í rúmlega sex ár.

Salt Lake eru í fjórða sæti vesturdeildarinnar, fjórum stigum á eftir Kansas City.

Ég hef alltaf verið einhver sem vill fara og upplifa eitthvað öðruvísi. Ég talaði við nokkur lið í Championship deildinni, eitt úrvalsdeildarlið en það var ekki alveg rétt og ég vildi ekki hætta hugsandi það að ég vildi að ég hefði gert þetta,” sagði Onuoha.
Athugasemdir
banner
banner