Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 14. september 2018 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dýrasti maður í sögu Stoke gerði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Huesca 0 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Giannelli Imbula ('29)

Franski miðjumaðurinn Giannelli Imbula gerði eina mark leiksins er Rayo Vallecano lagði Huesca að velli í nýliðaslag spænsku deildarinnar.

Hann skoraði glæsilegt mark þar sem hann var rétt fyrir utan vítateig heimamanna og þrumaði knettinum í þaknetið.

Imbula er dýrasti leikmaður í sögu Stoke en fann aldrei taktinn hjá félaginu og náði ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu. Hann var því lánaður til Toulouse í fyrra og er nú á láni hjá Vallecano út tímabilið.

Þetta er fyrsti sigur Vallecano á tímabilinu og er liðið með þrjú stig eftir þrjár umferðir. Huesca er búið að spila fjóra leiki og er með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner