Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. september 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma Hjaltalín spáir í 21. umferðina í 2. deild karla
Telma Hjaltalín Þrastardóttir. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA er einnig á myndinni.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA er einnig á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wentzel skorar tvö fyrir Aftureldingu. Telma spáir því.
Wentzel skorar tvö fyrir Aftureldingu. Telma spáir því.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ótrúleg spenna í 2. deild karla og munu línur væntanlega eitthvað skýrast um helgina.

Telma Hjaltalín Þrastardottir, sóknarmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, er spámaður 21. umferðarinnar.

Allir leikirnir eru á morgun klukkan 14:00.



Afturelding 2 - 0 Leiknir F.
Mínir menn í Aftureldingu eru orðnir vel þreyttir á að vera í 2. deildinni og þá sérstaklega fyrirliðinn Wentzel sem mun ekki leggja skóna á hilluna fyrr en hann hefur komið liðinu upp um deild. Hann setur tvö mörk og Sigurður “Faxi” Kristjánsson með báðar stoðsendingarnar.

Völsungur 2 - 0 Höttur
Völsungur hefur bara tapað einum heimaleik í deildinni í allt sumar og ætlar ekki að láta þá verða fleiri. Þeir klára leikinn strax í fyrri hálfleik og halda sér inn í toppbaráttunni fyrir lokaumferðina

Fjarðabyggð 0 - 3 Grótta
Auðveldur sigur hjá Gróttu á erfiðum útivelli. Axel Freyr verður allt í öllu - skorar eitt og leggur upp tvö.

Víðir 1 - 3 Kári
Opinn leikur þar sem Kári tekur öll þrjú stigin og skilur Víðir eftir í fallbaráttunni.

Vestri 1 - 1 Þróttur V.
Strákarnir í Þrótti Vogum eru með sjálfstraustið í botni eftir sigurinn á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð þannig þetta verður hörkuleikur. Högni Madsen hendir í eitt færeyskt mark eftir stoðsendingu frá Brynjari Kristmunds en Vestri nær að jafna. Jafntefli því niðurstaðan.

Huginn 0 - 1 Tindastóll
Tindastóll þarf nauðsynlega á sigri að halda til að koma sér úr fallsæti. Þrátt fyrir þjálfaravesenið á þeim, þá ná þeir í þrjú stig úr þessum leik.

Fyrri spámenn:
Viktor Jónsson - 5 réttir
Sólon Breki Leifsson - 3 réttir
Aron Snær Friðriksson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner