Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 14. september 2018 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Terry ætlar að verða knattspyrnustjóri
Mynd: Getty Images
John Terry starfar með ungum leikmönnum í fótboltaakademíu Chelsea þessa stundina og ætlar að halda því áfram meðan hann er samningslaus. Hann hafnaði samningstilboði frá Spartak Moskvu á dögunum og segist ekki vita hvað næsta skref verður.

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði í gær að hann væri til í að fá Terry til starfa í þjálfarateymi félagsins.

„Ég er enn óákveðinn með næsta skref. Ég veit að síðasta skrefið er að verða knattspyrnustjóri og ég er að vinna í átt að því hérna hjá Chelsea akademíunni," sagði Terry.

Terry yfirgaf Chelsea í fyrra, eftir 22 ár hjá félaginu. Hann er goðsögn í knattspyrnuheiminum, en hann vann 16 stóra titla með félaginu og var fyrirliði í 580 leiki.

Á síðasta tímabili var Terry í lykilhlutverki hjá Aston Villa sem mistókst að komast í úrvalsdeildina eftir tap gegn Fulham í umspilinu. Hann gæti gengið aftur til liðs við Villa, en hann verður 38 ára í desember og ætlar að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.

„Ég eyddi sjö vikum með fjölskyldunni í sumar, þetta var fyrsta sumarfríið mitt í 22 ár. Ég æfði þó á hverjum degi til að vera í toppstandi ef rétta tilboðið bærist.

„Ég er óákveðinn með hvort ég muni samþykkja samningstilboð í haust, mér finnst mikilvægast að vinna í þjálfaragráðunum. Það er það sem ég vil gera."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner