Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 14. september 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Paco skoraði í fyrsta leik
Paco og Lukasz Piszczek fagna lokamarki leiksins.
Paco og Lukasz Piszczek fagna lokamarki leiksins.
Mynd: Getty Images
Dortmund 3 - 1 Frankfurt
1-0 Abdou Diallo ('36)
1-1 Sebastien Haller ('68)
2-1 Marius Wolf ('72)
3-1 Paco Alcacer ('88)

Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Hart var barist og lítið um færi en Abdou Diallo kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom knettinum í netið eftir hornspyrnu.

Sebastien Haller jafnaði í síðari hálfleik eftir góða skyndisókn en Marius Wolf kom Dortmund aftur yfir skömmu síðar eftir glæsilegan undirbúning frá hinum 18 ára Jadon Sancho, sem yfirgaf Manchester City í fyrra til að fá spilatíma.

Paco Alcacer, sem kom inn af bekknum, gerði svo út um leikinn með glæsilegu marki undir lokin. Hann er á láni frá Barcelona og var að spila sinn fyrsta leik fyrir Dortmund.

Dortmund er með sjö stig eftir sigurinn en Frankfurt aðeins þrjú. Bæði lið náðu Evrópusæti á síðasta tímabili en Frankfurt missti þjálfara sinn, Niko Kovac, til Bayern München í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner