mán 14. september 2020 14:12
Magnús Már Einarsson
Árni Vill skoðar næsta skref - Áhugi á nokkrum stöðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Árni Vilhjálmsson er í leit að nýju félagi en hann ákvað í sumar að framlengja ekki samning sinn við Kolos Kovalivka í Úkraínu.

Hinn 26 ára gamli Árni skoraði fimm mörk í fimmtán leikjum í úrvalsdeildinni í Úkraínu á síðasta tímabili.

„Eftir að hafa fundað með klúbbnum (Kolos) og hugsað mín mál í sumar ákvað ég að endursemja ekki við Kolos," sagði Árni við Fótbolta.net í dag.

„Staðan hjá mér núna eða síðustu tvær vikur er þannig að ég veit að það er áhugi á eitthverjum stöðum og sumt komið lengra en annað"

„Þannig það er eitthvað í kortunum og vona að ég geti opinberað eitthvað á næstu dögum."


Árni er uppalinn hjá Breiðabliki en hann hefur á ferlinum einnig leikið með Lilleström í Noregi, Jönköpings Södra í Svíþjóð, Nieciecza í Póllandi og Chornomorets í Úkraínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner