Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. september 2021 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Lukaku hetjan - Auðvelt hjá Bayern
Lukaku, hetja Chelsea.
Lukaku, hetja Chelsea.
Mynd: EPA
Bayern vann auðveldan sigur á Barcelona.
Bayern vann auðveldan sigur á Barcelona.
Mynd: EPA
Romelu Lukaku var hetja Chelsea gegn Zenit frá Rússlandi í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Ríkjandi Evrópumeistararnir lentu í miklum vandræðum. Þeir náðu ekki að finna neinar glufur á vörn Zenit. Svo átti Cesar Azpilicueta stórkostlega sendingu inn á teiginn á 69. mínútu, Romelu Lukaku reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið.

Lukaku hefur reynst mjög drjúgur fyrir Chelsea í upphafi tímabils og hann verður mjög mikilvægur á þessari leiktíð.

Zenit fékk gott tækifæri til að jafna en Artem Dzyuba setti boltann fram hjá markinu. Í sama riðli vann Juventus 0-3 útisigur gegn Malmö í Svíþjóð.

Auðvelt hjá Bayern í Barcelona
Stórleikur kvöldsins var á Nývangi í Katalóníu þar sem Bayern München fór með sigur af hólmi gegn Barcelona.

Börsungar byrjuðu ágætlega en svo tók Bayern öll völd á vellinum. Thomas Müller skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann átti skot af varnarmanni og inn, áður en flautað var til hálfleiks.

Robert Lewandowski bætti svo við öðru og þriðja markinu í seinni hálfleiknum og þar við sat, lokatölur 3-0.

Það er langt síðan Barcelona hefur verið með eins slakt lið. Í sama riðli gerðu Benfica og Dynamo Kiev markalaust jafntefli.

Young Boys er á toppnum með þrjú stig í F-riðlinum, eftir sigur á Manchester United. Atalanta og Villarreal gerðu 2-2 jafntefli og eru bæði með eitt stig Manchester United er án stiga. Þá eru öll liðin með eitt stig í G-riðlinum eftir fyrsta leikdag.

F-riðill:
Villarreal 2 - 2 Atalanta
0-1 Remo Freuler ('6 )
1-1 Manu Trigueros ('39 )
2-1 Arnaut Danjuma ('73 )
2-2 Robin Gosens ('83 )
Rautt spjald: Francis Coquelin, Villarreal ('84)

E-riðill:
Barcelona 0 - 3 Bayern
0-1 Thomas Muller ('34 )
0-2 Robert Lewandowski ('56 )
0-3 Robert Lewandowski ('85 )

Dynamo K. 0 - 0 Benfica

G-riðill:
Lille 0 - 0 Wolfsburg
Rautt spjald: John Brooks, Wolfsburg ('63)

H-riðill:
Chelsea 1 - 0 Zenit
1-0 Romelu Lukaku ('69 )

Malmo FF 0 - 3 Juventus
0-1 Alex Sandro ('23 )
0-2 Alvaro Morata ('45 )
0-3 Paulo Dybala ('45 , víti)

Önnur úrslit í dag:
Meistaradeildin: Verðskuldaður sigur Young Boys á Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner