Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. október 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
„Mamma skutlar mér á æfingar"
Musiala lék sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland á Laugardalsvelli.
Musiala lék sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Musiala segir að það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun að velja milli Englands og Þýskalands. Hann telur sig hafa valið rétt.
Musiala segir að það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun að velja milli Englands og Þýskalands. Hann telur sig hafa valið rétt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir tæplega mánuði síðan kom Jamal Musiala inn af varamannabekknum á Laugardalsvelli og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland. Hann kom inn á 79. mínútu í 3-0 sigri gegn Íslandi.

Þessi 18 ára sóknarmiðjumaður er eitt mest spennandi ungstirni heimsfótboltans. Hann er fæddur í Þýskalandi, heimalandi móður sinnar, en hefði getað valið að leika fyrir England, heimaland föður síns.

„Þegar ég var yngri þá grét ég þegar ég kom heim ef ég náði ekki að skora," segir Musiala í viðtali við BBC.

Musiala hefur tekið miklum framförum og fengið stærra og stærra hlutverk hjá Bayern München. Hann segir að það hafi verið óraunverulegt til að byrja með að æfa á hverjum degi með leikmönnum á borð við Robert Lewandowski.

„Mamma mín keyrir mig á æfingar og sækir mig líka. Það er mjög fínt og afslappað. En ég er að vinna í því að fá bílpróf. Ég ætti að fá ökuréttindi á næstu vikum," segir Musiala.

Ber sterkar tilfinningar til Englands
Eins og áður segir þá er faðir Musiala enskur. Þegar strákurinn var sjö ára gamall þá flutti fjölskyldan til Englands. Musiala æfði hjá Chelsea og lék fyrir yngri landslið Englendinga.

Hann samdi við Bayern 2019 og ákvað svo að spila fyrir landslið Þýskalands.

„Stundum var mér illa við að hugsa út í þetta, ákvörðunin var erfið. Á endanum taldi ég að það væri best fyrir mig að velja Þýskaland. Allt er á leið í rétta átt, ég tel að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Sama þó England fór í úrslitaleikinn á EM, ég sé ekki eftir neinu," segir Musiala.

„Ég ber enn stekrar tilfinningar til Englands. Ég og Jude Bellingham (leikmaður Englads og Borussia Dortmund) er mjög góður vinur minn og ég samgleðst Englendingum þegar þeim gengur vel."


Athugasemdir
banner