þri 14. nóvember 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Angel Rangel nýr fyrirliði Swansea
Rangel fagnar marki á síðasta tímabili.
Rangel fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Spænski varnarmaðurinn Angel Rangel hefur verið skipaður fyrirliði hjá Swansea.

Leon Britton hefur verið fyrirliði Swansea í áraraðir en hann var í gær ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari hjá félaginu.

Hægri bakvörðurinn Rangel hefur í kjölfarið tekið við fyrirliðabandinu.

Rangel hefur spilað yfir 370 leiki með Swansea en hann kom til félagsins árið 2007.

Hinn 35 ára gamli Rangel hefur áður leyst af sem fyrirliði og hann verður nú með fyrirliðabandið út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner