þri 14. nóvember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Fekir á leið til Arsenal - Can til Dortmund?
Powerade
Nabil Fekir er sterklega orðaður við Arsenal.
Nabil Fekir er sterklega orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru búin að skila slúðurskammti dagsins. Njótið!



Real Madrid hefur ákveðið að selja Gareth Bale (28) í sumar. (AS)

Arsenal hefur nánast gengið frá kaupum á Nabil Fekir (24) framherja Lyon á 60 milljónir punda. Hann á að hjálpa til við að fylla skarð Mesut Özil (29) og Alexis Sanchez (28) sem eru líklega á förum. (Sun)

Atletico Madrid hefur rætt við Özil. (Sun)

Antoine Griezmann (26) leikmaður Atletico Madrid hefur gefið í skyn að hann gæti farið til PSG til að leika við hlið Neymar og Kylian Mbappe. (Telefoot)

Borussia Dortmund hefur áhuga á Emre Can (23) miðjumanni Liverpool en hann verður samningslaus næsta sumar. (Times)

Tottenham er að skoða Richarlison (20) framherja Watford. Brasilíumaðurinn hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum á tímabilinu. (Mirror)

Rangers vill fá Michael O'Neill, landsliðsþjálfara Norður-Íra, í stjórastólinn. O'Neill gæti einnig tekið við skoska landsliðinu. (Telegraph)

Chris Coleman (47) ætlar að hætta sem landsliðsþjálfari Wales ef knattspyrnusambandið gerir ekki betri samninga við starfslið landsliðsins þannig að það geti verið í fullu starfi. (Star)

WBA hefur áhuga á Josef de Souza (28), miðjumanni Fenerbahe. WBA bauð 10,6 milljónir punda í Brasilíumanninn í sumar og félagið ætlar núna að gera nýja tilraun. (Mail)

Ahmed Musa (25), framherji Leicester, gæti farið til Hull í janúar. (Sport-express.ru)

WBA er að skoða Okay Yokuslu (23) miðjumann Trabzonspor en hann kostar 11 milljónir punda. (Gunes)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner