Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. nóvember 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Frekar í bíó en að horfa á Svía á HM
Þjóðarsorg á Ítalíu.
Þjóðarsorg á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Ítalía, Holland, Síle og Bandaríkin eru meðal þjóða sem verða heima þegar HM í Rússlandi fer fram á næsta ári. Þessar þjóðir geta þó notið þess að sjá strákana okkar í íslenska landsliðinu leika listir sínar á mótinu.

Ítalska þjóðin er í sárum eftir að Svíar slóu út landslið þeirra í umspilinu fyrir mótið og eru stór orð eins og „heimsendir" notuð í fyrirsögnum.

„Það er kominn tími á að hugsa út í hvað annað við getum gert í júní en að fylgjast með HM: Tónleikar, bíó og bæjarhátíðir. Allt annað en að horfa á Svíþjóð spila á HM. Það yrði of kvalarfullt," segir í La Gazzetta dello Sport.

Blaðið nefnir fjóra sem gætu tekið við stjórnartaumum ítalska landsliðsins af Gian Piero Ventura sem er óvinsælasti maður Ítalíu í dag.

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Juventus, AC Milan og Chelsea, er líkelgastur en hann er atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Bayern München. Antonio Conte, Roberto Mancini og Massimiliano Allegri eru einnig nefndir.

Það er þjóðarsorg á Ítalíu enda hefur ítalska liðið ekki misst af HM í 60 ár. Ljóst er að landsliðið mun fara í gegnum kynslóðaskipti við þessi tímamót.

Sjá einnig:
Buffon með tárin í augunum
De Rossi neitaði að hita upp
Athugasemdir
banner
banner
banner