Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. nóvember 2017 07:10
Elvar Geir Magnússon
Ísland heldur með Írlandi og Nýja-Sjálandi
Icelandair
Íslenska landsliðið er í Katar og mætir heimamönnum í dag.
Íslenska landsliðið er í Katar og mætir heimamönnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn er mögulegt að Ísland verði í öðrum styrkleikaflokki í drættinum í Moskvu 1. desember. Þá verður dregið í riðla á HM í Rússlandi.

Fyrst Svíþjóð sló út Ítalíu er enn mögulegt að íslenska landsliðið nái að lyfta sér upp úr þriðja styrkleikaflokki en þá þurfa tvenn úrslit í umspilsleikjum að falla okkur í vil.

Írar þurfa að vinna Dani í kvöld en Danmörk er sjö sætum ofar á styrkleikalistanum. Fyrri leikurinn í Kaupmannahöfn endaði með markalausu jafntefli.

Þá þarf Nýja-Sjáland að koma á óvart og slá út Perú en sá leikur verður seint á miðvikudagskvöld. Leikið verður í Perú en fyrri leikurinn endaði líka með markalausu jafntefli.

Perú er í 10. sæti á styrkleikalista FIFA en Nýja-Sjáland í 122. sæti svo við þurfum að treysta á ansi óvænt úrslit þar.

„Það setur nýtt krydd í þessa leiki að halda með þeim sem eru neðar á FIFA listanum," sagði Heimir við Fótbolta.net á dögunum.

Sjá einnig:
Undankeppni HM í dag - Írar eða Danir á HM?
Athugasemdir
banner
banner
banner