Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 14. nóvember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Ræðst ekki á næstunni hver verður aðstoðarþjálfari FH
Ólafur Kristjánsson var ráðinn þjálfari FH í síðasta mánuði.
Ólafur Kristjánsson var ráðinn þjálfari FH í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það skýrist ekki á næstunni hver verður aðstoðarþjálfari FH með Ólafi Kristjánssyni.

Ólafur tók við FH af Heimi Guðjónssyni í síðasta mánuði en hann er ekki kominn með aðstoðarþjálfara sér við hlið.

Ólafur ætlar að gefa sér góðan tíma áður en aðstoðarþjálfari verður ráðinn til starfa.

„Það er langt í það að það skýrist," sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í aðstoðarþjálfaramálin.

„Óli vill vera sjálfur með puttana í þessu til að byrja með og síðan ætlar hann að skoða þessi mál þegar líða tekur á."

Sjá einnig:
Óli Kristjáns: Þörf á því að fá nýtt blóð hjá FH
Matija ekki áfram hjá FH - Óvíst með Kassim Doumbia
Athugasemdir
banner
banner
banner