Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. nóvember 2017 13:45
Magnús Már Einarsson
Stjóraleit Everton gengur illa - Silva og Allardyce úr myndinni
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Everton gengur illa að finna nýjan stjóra til að fylla skarð Ronald Koeman sem var rekinn fyrir tæpum mánuði síðan.

David Unsworth sýrir Everton tímabundið þessa dagana og líkurnar aukast á því að hann muni stýra liðinu áfram út tímabilið þar sem erfiðlega gengur að finna nýjan stjóra.

Everton reyndi að fá Marco Silva frá Watford án árangurs og Sky segir að ekki sé möguleiki á að hann skipti um starf.

Sam Allardyce hefur verið í myndinni hjá Everton en samkvæmt frétt Sky í dag hefur hann gefið félaginu endanlegt svar um að hann vilji ekki taka við.

Everton vildi fá stóra Sam til að taka við út tímabilið en sjálfur vildi hann fá lengri samning til að taka aftur til starfa í boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner