Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. nóvember 2018 15:35
Ívan Guðjón Baldursson
Arnautovic vill fara frá West Ham
Mynd: Getty Images
Marko Arnautovic hefur gefið í skyn að hann vilji yfirgefa West Ham til að spila á móti bestu leikmönnum heims.

Arnautovic hefur verið meðal bestu leikmanna Hamranna frá komu sinni frá Stoke í fyrra.

Hann er markahæsti maður liðsins á tímabilinu með fimm mörk í ellefu leikjum og hefur verið orðaður sterklega við Manchester United.

Jose Mourinho starfaði með Arnautovic hjá Inter og gæti notað hann í stað Alexis Sanchez á vinstri kanti eða Romelu Lukaku fremst.

„Ég er 29 ára, ég er á mínum besta aldri. Það er klárt að ég vil keppa við bestu leikmennina. En í þessum málum treysti ég alfarið á bróður minn," sagði Arnautovic, og var þá að tala um Danijel Arnautovic sem er umboðsmaður hans.

Danijel hefur trú á að Arnautovic geti komist í betra lið heldur en West Ham og miðað við orð hans er líklegt að austurríski framherjinn skipti um félag á næsta ári.

„Hann er þegar að spila í bestu deild heims en þetta getur ekki verið endirinn fyrir leikmann eins og Marko," sagði Danijel.

„Hann er mikilvægur partur af þessu West Ham liði en ég held að hann geti orðið ennþá betri. Til þess þarf hann að spila fyrir topplið, hann er tilbúinn í næsta skref. Leikmaður eins og hann ætti ekki að vera í fallbaráttu, hann ætti að berjast um Evrópusæti og titla.

„Marko nýtur sín í botn hjá West Ham, hann elskar félagið og stuðningsmennina. En hann hefur það á tilfinningunni að þetta sé ekki það hæsta sem hann kemst. Fólk hlýtur að skilja það."


Veðbankar telja mögulegt að Arnautovic fari til Man Utd í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner