Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. nóvember 2018 12:07
Magnús Már Einarsson
Aron hló að spurningu um aldur - „Raka mig til að verða unglegri"
Ennþá hungur í hópnum
Aron léttur í bragði á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Aron léttur í bragði á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, sló á létta strengi þegar hann var spurður út í aldur leikmanna í íslenska landsliðshópnum.

Belgískur blaðamaður talaði um að leikmenn í íslenska landsliðshópnum væru eldri en áður.

„Við erum aðeins eldri en það skiptir ekki máli. Ég lít unglega út. Ég raka af mér skeggið til að líta ennþá unglegri út," sagði Aron og hló.

Aron er 29 ára og hann segir að kjarni íslenska landsliðshópsins eigi nóg eftir.

„Við eigum nægan tíma eftir og höfum ennþá fullt til að gefa liðinu. Við erum ennþá hungraðir."

„Ég sé það í andlitum allra leikmanna. Við viljum komast aftur á stórmót og við eigum nóg eftir."

Athugasemdir
banner
banner