Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. nóvember 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bonaventura gæti þurft aðgerð
Mynd: Getty Images
Giacomo Bonaventura hefur verið lykilmaður í liði Milan á tímabilinu en nú gæti hann verið frá í þrjá til fimm mánuði vegna meiðsla.

Bonaventura er búinn að missa af fimm síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla og verður frá út árið hið minnsta. Mateo Musacchio, Lucas Biglia og Mattia Caldara eru einnig á meiðslalistanum út árið.

Félagið mun taka ákvörðun í dag varðandi framtíð Bonaventura, hvort hann muni þurfa að gangast undir aðgerð á hné eða ekki. Þurfi miðjumaðurinn að fara í aðgerð þá verður hann frá þar til í mars í besta falli.

Það eru þó ekki aðeins slæmar fréttir úr herbúðum Milan, því króatíski bakvörðurinn Ivan Strinic er að ná sér eftir hjartavandamál og er líklegur til að koma við sögu eftir landsleikjahléð.
Athugasemdir
banner
banner
banner