Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. nóvember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren: Verður vonandi ótrúlegt kvöld
Icelandair
Hamren ávarpar leikmenn á æfingu í dag.
Hamren ávarpar leikmenn á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður mikil áskorun á morgun gegn Belgíu. Þeir eru númer 1 í heiminum á meðan við erum númer 36," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á morgun.

„Þeir ættu að vinna auðveldlega ef við horfum raunsætt á þetta. Í fótbolta geta litlu liðin stundum komið á óvart, það er galdurinn við fótboltann. Vonandi verður þetta ótrúlegt kvöld á morgun."

„Við erum að mæta besta sóknarliði í heimi og þeir eru með stórkostlega leikmenn. Það er auðvelt að gíra leikmenn fyrir þennan leik. Við viljum standa okkur vel og ná eins góðum úrslitum og hægt er á morgun."

Hamren hafði orð á því hvað íslenska liðið hefur náð öflugum úrslitum gegn sterkum andstæðingum í gegnum tíðina.

„Ísland hefur áður staðið sig mjög vel gegn stóru liðunum. Löngu áður en ég var ráðinn landsliðsþjálfari sá ég Ísland spila gegn Argentínu á HM. Þeir voru hafa verið góðir í mörgum leikjum."

„Það er gott að tala um leikinn gegn Frökkum (í síðasta mánuði). Við sýndum mjög góða frammistöðu þar og við reynum að byggja ofan á það."

„Því miður eru margir meiddir síðan í síðasta verkefni. Þú vilt vinna með sömu leikmennina til að bæta þig. Við höfum þurft að breyta hópnum mikið í þessum þremur verkefnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner