Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. nóvember 2018 21:00
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren: Vissi að þetta yrði erfitt í Þjóðadeildinni
Icelandair
Erik Hamren á æfingu í Belgíu.
Erik Hamren á æfingu í Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þú vilt fá auðvelt svar. Við höfum ekki verið nógu góðir," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands þegar hann var spurður á á fréttamannafundi í dag af hverju íslenska landsliðið hefur ekki unnið leik á þessu ári.

Eftir HM hefur Ísland tapað gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni og gert jafntefli við heimsmeistara Frakka í vináttuleik.

„Ég get bara talað um hvernig þetta hefur verið eftir að ég byrjaði. Ég vissi að þetta yrði erfitt í Þjóðadeildinni. Við erum að mæta efsta liðinu í heimi tvívegis, liðinu í áttunda sæti heimslistans tvívegis og sem og vináttuleik gegn heimsmeisturum Frakka. Af fimm fyrstu leikjunum er lægst skrifaðasta liðið í áttunda sæti heimslistans. Það er ein af ástæðununum."

Ljóst er að Ísland fellur úr A-deild Þjóðadeildinni en Erik er ánægður með þessa nýju keppni.

„Ég kann vel við Þjóðadeildina. Þegar þú ert að vinna með leikmönnum þá vilja þeir keppa. Þeir vilja spila keppnisleiki. Það er betra en vináttuleikir. Ég myndi samt líka vilja fá vináttuleiki sem þjálfara til að prófa nýja hluti. Þegar ég byrjaði sem landsliðsþjálfari fórum við beint í keppnisleiki gegn Sviss og Belgíu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner