mið 14. nóvember 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Erna Guðjóns framlengir við Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erna Guðjónsdóttir er búin að skrifa undir tveggja ára samning við Selfoss og mun hún því leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna næsta sumar.

Erna er 22 ára miðjumaður sem hefur gert 10 mörk í 91 keppnisleik með Selfyssingum.

„Erna er einn af hæfileikaríkustu leikmönnunum sem við eigum. Hún hefur átt erfitt vegna meiðsla undanfarin ár og vonandi er hennar tími loksins kominn núna," segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

„Hún er frábær liðsmaður og mikill Selfyssingur. Hún er keppnismanneskja fram í fingurgóma og gefur mikið af sér bæði innan sem utan vallar."

Selfoss endaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, með 20 stig úr 18 leikjum.




MYNDATEXTI:

Alfreð Elías Jóhannsson og Erna Guðjónsdóttir handsala samninginn. Ljósmynd/UMFS


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner