Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 14:14
Elvar Geir Magnússon
Forseti Suður-Afríku gistir á sama hóteli og strákarnir okkar
Icelandair
Það var létt yfir Cyril Ramaphosa þegar hann mætti á hótelið.
Það var létt yfir Cyril Ramaphosa þegar hann mætti á hótelið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, mætti til Belgíu í dag en hann gistir á sama hóteli og landsliðsmenn Íslands.

Mikill viðbúnaður var á hótelinu þegar Ramaphosa mætti en íslenskir fjölmiðlamenn voru að taka viðtöl við landsliðsmenn þegar glæsibifreið rann í hlað.

Talsmaður forsetans sagði við Fótbolta.net að hann hefði ekki tíma til að skella sér á landsleik Belgíu og Íslands á morgun en hann er meðal annars að fara á fund með Belgíukonungi.

Ramaphosa tók við forsetaembættinu í Suður-Afríku fyrr á þessu ári.

Leikur Belgíu og Íslands á morgun hefst 19:45 að íslenskum tíma. Á eftir koma inn viðtöl við Kára Árnason og Eggert Gunnþór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner