Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 14. nóvember 2018 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Katar vann óvæntan sigur á Sviss - Mæta Íslandi á mánudag
Xherdan Shaqiri og félagar töpuðu óvænt í kvöld
Xherdan Shaqiri og félagar töpuðu óvænt í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sviss 0 - 1 Katar
0-1 Akrim Akif ('86 )

Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Katar með einu marki gegn engu er liðin mættust í vináttulandsleik í kvöld.

Sviss var að spila á mörgum af bestu leikmönnum þjóðarinnar en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma knettinum í netið.

Eina mark leiksins gerði Akrim Akif á 86. mínútu leiksins en hann fékk þá stungusendingu inn fyrir vörnina og lék á Yvon Mvogo, markvörð Sviss, áður en hann lagði boltann í netið.

Mikill uppgangur er í knattspyrnustarfinu í Katar og hefur Ivan Bravo, fyrrum starfsmaður Real Madrid, náð góðum árangri í gegnum Aspire-akademíuna.

Knattspyrnusamband Katar hefur verið að undirbúa sig undir HM sem fer einmitt fram þar í landi árið 2022 og svo virðist sem að það sé að skila sér. Þjóðin er í 96. sæti heimslistans og kom sér klárlega á kortið með sigrinum í kvöld.

Íslenska karlalandsliðið mætir Katar einmitt á mánudag í vináttuleik en hann fer fram í Eupen í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner