Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. nóvember 2018 11:07
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool tilbúið að bæta félagsmet til að kaupa Dembele
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn frá BBC er á sínum stað á þessum sólríka miðvikudegi.



Liverpool er reiðubúið að bæta félagsmet til að kaupa Ousmane Dembele, 21, af Barcelona fyrir 85 milljónir punda. (Sun)

Juan Mata, 30, og Ander Herrera, 29, eru í samningsviðræðum við Manchester United. (Sky Sports)

Alexis Sanchez, 29, vill fá meiri spilatíma og gæti viljað yfirgefa Man Utd í janúar. (Evening Standard)

Meirihluti klúbba í Championship deildinni vill ekki að deildin skrifi undir fimm ára sjónvarpssamning við Sky Sports. Klúbbarnir hóta því að yfirgefa deildina ef ekki verður farið að óskum þeirra. (Times)

Jose Mourinho vill selja Eric Bailly, 24, og Marcos Rojo, 28, til að fjármagna kaupin á nýjum miðverði í janúar. (Telegraph)

Tottenham ætlar að bjóða 35 milljónir punda í Nicoló Barella, 21 árs miðjumann Cagliari og ítalska landsliðsins. (Sun)

RB Lepizig ætlar að bjóða Nick Powell, 24, samning í janúar. Samningur hans við Wigan rennur út næsta sumar. (TeamTalk)

Borussia Dortmund og Marseille hafa áhuga á Ben Cottrell, 17 ára miðjumanni Arsenal. (Sun)

Mesut Özil hafnaði 'klikkuðum' tilboðum frá Asíu til að skrifa undir nýjan og bættan samning við Arsenal í janúar. (Evening Standard)

West Ham ætlaði að fá Samir Nasri, 31, til liðs við sig en gæti þurft að hætta við. Hamrarnir hafa áhyggjur af því að franski landsliðsmaðurinn fyrrverandi sé ekki í nógu góðu formi. (Sky Sports)

Man Utd er líklega að missa af Milan Skriniar, 23 ára miðverði Inter. Hann er að skrifa undir framlengingu við Inter. (Express)

Crystal Palace og Fulham hafa áhuga á að fá Ozan Tufan, 23 ára miðjumann, á láni frá Fenerbahce í janúar. (Aksam)

Eden Hazard segir að Joe Cole hafi sannfært sig um að ganga til liðs við Chelsea þegar þeir léku saman hjá Lille. (Chelsea)

Hull City er reiðubúið að selja sóknarmanninn Will Keane í janúar þar sem hann á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum. (Hull Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner