Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 14. nóvember 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Lygilegur árangur Belga - Eitt tap í síðustu 30 leikjum
Ekki tapað á heimavelli síðan 2013
Icelandair
Belgar eru efstir á heimslistan um.
Belgar eru efstir á heimslistan um.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið á verðugt verkefni fyrir höndum gegn því belgíska í Þjóðadeildinni annað kvöld en liðin eigast við í Brussel klukkan 19.45. Belgar eru efstir á heimslistanum í augnablikinu með jafnmörg stig og Frakkar.

Belgar hafa einungis tapað einum af síðustu 30 leikjum sínum í öllum keppnum en það var 1-0 tapið gegn Frökkum í undanúrslitum HM í sumar. Belgar hafa gert sex jafntefli í síðustu 30 leikjum og unnið 23 leiki.

Það sem meira er þá hafa Belgar ekki tapað í fjórtán leikjum í röð á heimavelli eða síðan þeir töpuðu gegn Spánverjum í vináttuleik árið 2016. Á morgun er fínn tími til að stöðva þessa sigurgöngu Belga heima!

14 síðustu heimaleikir Belga
Belgía 4 - 0 Bosnía-Hersegóvína
Belgía 8 - 1 Eistland
Belgía 1 - 1 Grikkland
Belgía 2 - 1 Tékkland
Belgía 9 - 0 Gíbraltar
Belgía 4 - 0 Kýpur
Belgía 3 - 3 Mexíkó
Belgía 1 - 0 Japan
Belgía 4 - 0 Sádi-Arabía
Belgía 0 - 0 Portúgal
Belgiá 3 - 0 Egyptaland
Belgía 4 - 1 Kosta Ríka
Belgía 2 - 1 Sviss
Belgía 0 - 0 Holland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner