Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. nóvember 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Keane þorði ekki að fara úr húsi fyrstu mánuðina
Mynd: Getty Images
Michael Keane er 25 ára gamall miðvörður sem hóf ferilinn sinn hjá Manchester United. Hann þótti ekki nægilega góður fyrir aðalliðið og var lánaður út þar til Burnley keypti hann.

Keane gerði mjög vel hjá Burnley og keypti Everton hann til sín fyrir 25 milljónir punda síðasta sumar.

Keane átti slakt fyrsta tímabil með nýju félagi og opnaði sig í viðtali um andlegu erfiðleikana sem fylgdu slakri byrjun hjá Everton.

„Það voru nokkrir mánuðir í byrjun þar sem það gekk ekkert upp hjá okkur og ég þorði ekki fara úr húsi. Það er mjög erfitt að sjá stjóra gera allt til að bjarga starfinu sínu en vera samt rekinn," sagði Keane og viðurkenndi að hann fann fyrir sektarkennd þegar Ronald Koeman var rekinn eftir aðeins tvo mánuði í starfi.

„Þetta hafði mikil áhrif á mig og ég vildi gera allt í mínu valdi til að komast hjá því að þetta myndi gerast aftur. Það dugði þó ekki, því að við enduðum á því að vera með þrjá mismunandi stjóra yfir tímabilið. Þetta var mjög erfitt andlega."

Gengi Everton hefur snúist við og hefur liðið byrjað nýtt tímabil vel undir stjórn Marco Silva.

Everton er í efri hluta deildarinnar, fimm stigum frá Arsenal í Evrópudeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner