Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. nóvember 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Murray framlengir við Brighton
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Glenn Murray er búinn að framlengja samning sinn við Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur Murray rann út sumarið 2019 en félagið bauð honum eins árs framlengingu sem hann þáði með þökkum, enda 35 ára gamall.

Murray er búinn að skora sex úrvalsdeildarmörk á tímabilinu og hefur gert yfir 100 mörk á tíma sínum hjá félaginu.

„Ég hafði aldrei trúað því að ég myndi fá samningstilboð frá úrvalsdeildarfélagi á þessum aldri en það gerðist, fótbolti er óútreiknanlegur," sagði Murray eftir undirskriftina.

„Það er mikilvægt að sýna fagmennsku og leggja sig allan fram í hvert einasta skipti sem maður fer út á grasið. Ég er himinlifandi með þennan samning."
Athugasemdir
banner
banner
banner