Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 10:36
Magnús Már Einarsson
Brussel
Óvíst hvort Lukaku spili gegn Íslandi
Icelandair
Lukaku í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Lukaku í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, er tæpur fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni annað kvöld vegna meiðsla.

Lukaku hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en hann kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í tapinu gegn Manchester City á sunnudaginn.

Lukaku er ennþá að glíma við meiðslin og óvíst er hvort hann nái leiknum á morgun.

Michy Batshuayi, framherji Valencia, mun byrja frammi ef Lukaku nær sér ekki í tæka tíð.

Belgar eiga aftur leik í Þjóðadeildinni gegn Sviss á sunnudag og möguleiki er á að Lukaku verði hvíldur á morgun í von um að hann nái leiknum um helgina.

Lukaku skoraði tvívegis í 3-0 sigri Belgíu gegn Íslandi í fyrri leik þjóðanna í september.

Ef Lukaku byrjar ekki þá verður Thibaut Courtois eini örvfætti leikmaurinn í byrjunarliði Belga á morgun.

Athugasemdir
banner
banner