Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 14. nóvember 2018 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Standa heiðursvörð fyrir Rooney - Fær fyrirliðabandið
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney tekur landsliðsskóna af hillunni til að spila sinn síðasta leik fyrir enska landsliðið.

England mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik annað kvöld og hefur verið greint frá því að Fabian Delph mun bera fyrirliðabandið.

Rooney mun koma inn af bekknum og verður hann klæddur treyju númer tíu. Hann mun einnig fá fyrirliðabandið frá Delph og þá munu leikmenn standa heiðursvörð fyrir hann.

Rooney er 33 ára gamall og mun spila sinn 120. A-landsleik. Hann mætir mörgum félögum sínum úr MLS deildinni þar sem hann hefur verið einn af þeim bestu frá komu sinni til D.C. United í sumar.
Athugasemdir
banner
banner