Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. nóvember 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM í dag - England á EM?
Harry Kane og félagar geta tryggt sætið á EM
Harry Kane og félagar geta tryggt sætið á EM
Mynd: Getty Images
Spilað er í tveimur riðlum fyrir utan riðil Íslands í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en England getur tryggt sæti sitt er liðið mætir Svartfjallalandi.

England er í efsta sæti A-riðils með 15 stig, þremur stigum meira en Tékkland og fjórum stigum meira en Kósóvó.

England mætir Svartfjallalandi á meðan Tékkland mætir Kósóvó en England þarf aðeins eitt stig úr leiknum gegn Svartfellingum.

Í B-riðli er mikil spenna en Úkraína er búið að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótið á meðan Portúgal og Serbía berjast um síðasta sætið. Portúgal er með 11 stig í 2. sæti en Serbía með 10 stig í 3. sæti.

Portúgal spilar við Litháen á meðan Serbía mætir Lúxemborg.

A-riðill:
19:45 Tékkland - Kósóvó
19:45 England - Montenegro

B-riðill:
19:45 Serbía - Luxembourg
19:45 Portúgal - Litháen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner